Fréttir

Nú er tíminn til að láta hendur standa fram úr ermum-aðeins 6 dagar í ÍM25!
Sund | 9. nóvember 2012

Nú er tíminn til að láta hendur standa fram úr ermum-aðeins 6 dagar í ÍM25!

Sæl öll.

ÍM25 nálgast hratt og nú er tíminn fyrir okkur öll að setja einbeitningu í það sem virkilega skiptir máli. Leggjum áherslu á að gera grunnatriðin vel!

Það væri gott ef þið færuð í gegn um þennan gátlista til þess að vera viss um að ekkert gleymist! Þetta er svipað og í atvinnurekstri. Fólk setur sér markmið í rekstrinum. Þegar markmiðin nást mun fyrirtækinu ganga vel, þegar þau nást ekki mun fyrirtækinu ganga illa.

Svo nú er tíminn til þess að láta hendur standa fram úr ermum…..og tryggja árangurinn en ekki bara vonast eftir honum!    

Gátlisti foreldra

1) Sofa krakkarnir 8 tíma eða meira á sólarhring?

2) Borða krakkarnir vel, en þó ef til vill aðeins minna en þegar þau voru í mesta æfingaálaginu?

3) Mæta krakkarnir á æfingar samkvæmt áætlun? Eða æfa þau of lítið?

4) Passa krakkarnir sig á því að láta sér ekki verða kalt og klæða sig vel í kuldanum?

5) Skila krakkarnir af sér markmiðum á réttum tíma?

6) Talar þú jákvætt um sundið heima og  ræðið fremur um ferlið og framfarir heldur en tíma?

7) Einbeitið þið ykkur að því sem virkar til lengri tíma í stað þess að ætla að gera hlutina á síðustu stundu?

8) Hvíla krakkarnir sig nægilega og safna orku í frítímanum?

9) Ert þú tilbúin/n til þess að styðja við allt liðið á mótinu í næstu viku og vera á jákvæðu nótunum til þess að stuðla að góðum liðsanda?

10) Ertu tilbúin/n til þess að styðja við barnið þitt sama hver árangurinn er og leyfa því sjálfu að dæma hvort árangurinn sé góður? Þegar öllu er á botninnn hvolft eru það börnin sem eru keppandinn.

Gátlisti sundmanna

1) Ertu að einbeita þér andlega að því sem þú vilt geta á hverri æfingu?

2) Nærðu tímanum (pace time) sem þú settir þér í markmiðunum?

3) Eru markmiðin 100% tilbúin og þjálfarinn búinn að skrifa undir?

4) Hugsar þú vel um líkamann þinn?

5) Mætir þú á réttum tíma á æfingar og með jákvætt viðhorf?

6) Veitir þú sundfélögunum stuðning?

7) Gefur þú þér tækifæri til þess að ná sem bestum árangri í næstu viku?

8) Einbeitir þú þér að því að gera það sem þú veist að virkar?

9) Einbeitir þú þér alltaf að því að fjarlægja það sem þú veist að virkar ekki?

10) Mætir þú á allar landæfingar og þann fjölda sundæfinga sem þú átt að mæta á?

Gerum síðustu vikuna í undirbúningnum frábæra!

Allar æfingar eru skylduæfingar í síðustu vikunni en æfingarnar eru stuttar-skoðið vel taper tímatöfluna.

Gangi ykkur öllum vel!

Anthony

Yfirþjálfari ÍRB