Fréttir

Nýju sundhetturnar!
Sund | 1. júní 2012

Nýju sundhetturnar!

 

Í síðasta mánuði kynntum við sögunnar nýju sundhettuna okkar og fyrstir til að nota hana voru sundmenn á ÍM50. Margir sundmenn í félaginu hafa nú keypt þessa flottu sundhettu. Sundhettan er í litum liðsins dökkblátt, vínrautt og hvítt eru í hettunni og í bakgrunni er súlan úr bæjarmerkinu okkar. Að framan er svo merki helsta styrktaraðila okkar Landsbankans. Hettuna á alltaf að nota þannig að súlan sé á hliðum höfuðsins og merki Landsbankans að framan.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig EKKI á að nota nýju sundhetturnar. Við höfum séð þetta að undanförnu og viljum koma í veg fyrir það í framtíðinni.

1.     Keiluhausinn (The Conehead)

2.     Öfugt

3.     Fuglinn á hinum ýmsu stöðum

4.     Á hlið eða með skrýtna hárgreiðslu!

5.     Stíll prinsessu Leiu úr Star Wars