Fréttir

Sund | 21. nóvember 2010

Nýr hópur, Eldri hópur, og um tilfærslu á milli hópa

Við fylgjum bæði afreks- og félagsstefnu í sundi. Í því ljósi hefur verið bætt við hópi fyrir okkar eldri sundmenn, sem vilja stunda frábæra íþrótt en hafa ekki kost á því skulbinda sig að því marki sem gerð er krafa til í afrekshópunum okkar. Þessi hópur hefur fengið nafnið Eldri hópur, mánaðargjöld verða 8.000 krónur á mánuði, ásamt félags og SSÍ gjöldum líkt og hjá öðrum hópum.

 

Auk þessa hefur verið bætt við æfingatímum í töflu fyrir Afrekshópinn, til þess að bjóða sundmönnum meiri sveigjanleika í æfingasókn og meiri stuðning við þá sundmenn sem vilja ná ná topp árangri. Lágmarkskrafa til fjölda æfinga per sundmann eykst ekki vegna þessa, en möguleikum til að sækja fram fjölgar. Þessi breyting felur í sér að morgunæfingar verða nú mán, þri, fim og föstudag í stað mán, mið og föstudaga og sundmaður sem á t.d. að mæta á 2 morgunæfingar í viku, getur þá valið úr fjórum morgunæfingum í stað þriggja.

 

Hér er hægt að fá yfirlit yfir tilfærslu á milli allra sundhópa ÍRB og hér eru upplýsingar um æfinghópa, töflur og gjaldskrá.

 

Við reynum ávalt að leita bestu leiða fyrir alla sundhópa. Markmið þeirra breytinga sem hér eru kynntar eru að auka þjónustustigið fyrir eldri sundmenn og skerpa á tilfærslu á milli hópa, allt frá byrjendum og upp úr. Við vonum sannarlega að breytingarnar muni gagnast sem flestum á þessu tímabili og á komandi tímabilum. 

 

Breytingarnar taka gildi frá og með, 15. nóvember 2010.

 

Íslandsmeistaramótið í 25m laug, ÍM25, er nýyfirstaðið. Ungt sundlið ÍRB stóð sig frábærlega, þetta eru sundmenn sem eiga eftir að sópa til sín titlum á komandi árum. Okkar meginmarkmið er nú sem fyrr tvíþætt, að endurheimta stöðu ÍRB sem besta sundlið landsins og þó víðar væri leitað og bjóða upp á félagslegar aðstæður eins og þær gerast bestar.