Fréttir

Sund | 10. apríl 2012

Nýr Ofurhugi og breytingar!

Því miður hefur komið upp sú staða að einn af þjálfurunum okkar, Sóley Margeirsdóttir, þarf í aðgerð og getur ekki þjálfað sína hópa næstu vikurnar. Við höfum fengið aðra þjálfara hjá ÍRB til að taka að sér þjálfun og höfum þurft að gera smávægilegar breytingar á æfingartöflunni vegna þessa:

Helstu breytingar eru:
Steindór Gunnarsson og Marín Hrund Jónsdóttir sjá nú um Sverðfiska í Vatnaveröld.
Hjördís Ólafsdóttir tekur við þjálfun Gullfiska, Silunga og Laxa í Heiðarskóla.
Helga Eiríksdóttir tekur við þjálfun Laxa/Silunga í Njarðvíkurskóla.

Breytingar á æfingartöflu:
Flugfiskar í Akurskóla færast frá miðvikudögum yfir á þriðjudaga kl. 16:45
Sprettfiskar í Heiðarskóla færast til kl. 17 á mánudögum og föstudögum
Laxar og Silungar í Heiðarskóla æfa nú saman kl. 18 á mánudögum og 17:15 á miðvikudögum.

Skoðið vel æfingartöfluna hér.

Við höfum gert okkar besta til að hafa þessar breytingar sem minnstar og biðjumst velvirðingar ef þetta veldur röskun á skipulagi hjá foreldrum og börnum. Þá þökkum við öllum þessum frábæru þjálfurum okkar fyrir að taka svona vel í að leysa þetta mál á sem farsælasta hátt. Einnig óskum við Sóleyju velfarnaðar og vonum að hún komist sem fyrst til okkar aftur.

Eins og ykkur er einnig kunnugt um færast sundmenn upp um hópa eftir páska. Þjálfarar hafa haft samband við foreldra vegna þessa og mun listi yfir sundmenn sem eru að færast upp birtast í Ofurhuga, fréttabréfinu okkar. Skoðið það með því að smella á myndina.

Það er líka rétt að minna á hvenær hópar hætta að æfa þar sem það líður að lokum tímabilsins.

Gullfiskar, Silungar, Laxar, Sprettfiskar og Flugfiskar hætta allir strax eftir Landsbankamót. Þeir sundmenn úr Flugfiskum sem ná lágmörkum fyrir Sverðfiska á Landsbankamótinu færast upp og æfa þremur vikum lengur fram yfir Akranesleikana þegar Sverðfiskar hætta.

Sverðfiskar hætta eftir Akranesleika 3. júní en sama gildir um Sverðfiska sem ná lágmörkum í Háhyrninga þ.e. þeim býðst að synda með Háhyrningum fram yfir AMÍ sem lýkur 24. júní.

Sundmenn í Háhyrningum sem ná lágmörkum í Framtíðarhóp æfa síðan með þeim hópi í tvær vikur í viðbót en allir afrekshóparnir okkar, Eldri hópur, Afrekshópur og Framtíðarhópur fara í sumarfrí 7. júlí.

Afrekshóparnir (Eldri hópur, Afrekshópur og Framtíðarhópur) byrja svo að æfa aftur mánudaginn 23. júlí og allir aðrir hópar (Háhyrningar og yngri) hefja æfingar 20. ágúst.

Vonum að allir hafi haft það gott um páskana og séu tilbúnir að byrja af fullum krafti að synda!