Fréttir

Nýr rekstrarstjóri og yfirþjálfari
Sund | 31. júlí 2025

Nýr rekstrarstjóri og yfirþjálfari

Sundráð ÍRB er stolt af því að kynna nýjan yfirþjálfara og rekstrarstjóra deildarinnar, Jónu Helenu Bjarnadóttur.
Jóna Helena æfði sund með ÍRB frá unga aldri. Hún fór til Bandaríkjanna á háskólastyrk árið 2012 og kom aftur heim 2015 þar sem hún fór að Þjálfa sund hjá Þrótti Vogum og var þar yfirþjálfari í tvö ár. Árið 2017 þá kom hún til Sundráðs ÍRB á ný og hefur komið að þjálfun allra yngri hópa félagsins.
Jóna Helena hefur lokið BS og Meistaranámi í íþrótta og heilsufræði frá Háskóla Íslands og þjálfararéttinda frá ÍSÍ og SSÍ auk fjölda annara námskeiða sem styðja hana í nýju starfi. Jóna hefur mikinn áhuga og metnað í að efla sundstarfið hjá ÍRB enn meira og gera sunddeildina enn stærri og flottari.
Á sama tíma viljum við færa innilegar þakkir til Steindórs Gunnarssonar fyrir hans öfluga og ómetanlega starf sem yfirþjálfari síðustu ár. Við erum glöð að tilkynna að Steindór mun áfram gegna lykilhlutverki í deildinni, þar sem hann heldur áfram að þjálfa Afrekshóp ÍRB.  Takk fyrir frábært starf!
Áfram ÍRB