Fréttir

Sund | 10. ágúst 2010

Nýr yfirþjálfari í sundi hefur hafið störf

Nýr yfirþjálfari í sundi, Anthony Kattan, hefur hafið störf hjá sundráði ÍRB. Anthony hitti þá sundmenn ÍRB sem dvöldu á Benidorm í æfingabúðum og stýrði æfingum þar ásamt Eðvarði Þór. Anthony mun hafa yfirumsjón með þjálfun allra sundmanna ÍRB frá u.þ.b. 5 ára aldri og hefur þegar hafið að þjálfa elsta hópinn.

Anthony er  27 ára að aldri, fæddur Breti, en flutti um 10 ára gamall til Nýja Sjálands. Þar gerði hann garðinn frægan sem þjálfari sundliðsins North Shore, fyrst sem þjálfari og síðan sem yfirþjálfari aldurshópa og var sem slíkur valinn þjálfari ársins á Nýja Sjálandi. Hjá North Shore öðlaðist Anthony mikla reynslu, þar sem hann vann með sundþjálfurum í fremstu röð, sem hafa m.a. þjálfað sundmenn á borð við Katie Sexton, heimsmeistara í 200 baksundi og Moss Burmester, heimsmeistara í 200 m flugsundi.

Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Anthony til liðs við okkur, hann er mjög metnaðargjarn og árangursmiðaður en leggur um leið mikla áherslu á góðan liðsanda og að það sé gaman að æfa og keppa, maður að okkar skapi :-)

Á myndinni eru Eðvarð og Anthony að taka á móti sundmönnum sem dvöldu á Benidorm 28. júlí til 7. ágúst.