Nýtt íslandsmet í 400m fjórsundi kvenna
Nýtt íslandsmet leit dagsins ljós á metamóti ÍRB sem fram fór í Vatnaveröldinni í dag. Erla Dögg Haraldsdóttir setti glæsilegt íslandsmet í 400 fjórsundi í 25m laug þegar hún synti á tímanum 4.52.56 sem er tæplega 3 sekúnda bæting á gamla íslandsmetinu. Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir sem hún setti í janúar 2001. Frábært met hjá Erlu Dögg sem sýnir að hún er í fínu formi um þessar mundir. Metamót þetta var haldið á undan Páskamóti yngri flokkanna þannig að þeir yngri gætu lært af þeim eldri. Yngri sundmennirnir og foreldrar þeirra fengu svo sannarlega eitthvað fyrir augað, nýtt frábært íslandsmet í sundi sem sýnir allar sundaðferðir og jafnframt krefst þess að maður sé í góðu formi. Til hamingju með metið Erla Dögg ! Stjórn og þjálfarar.