Fréttir

Sund | 18. júlí 2011

Ólöf Edda á leiðinni á Ólympíudaga æskunnar á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 20. júlí heldur Ólöf Edda til Trabzon í Tyrklandi til að keppa á Ólympíudögum æskunnar í Evrópu. Þetta er eina mótið í Evrópu fyrir unglinga þar sem keppt er í mörgum greinum. Keppendur frá Íslandi munu keppa í nokkrum greinum á leikunum sem verða í viku. Fyrir þessa leika voru byggð ný og flott íþróttamannvirki í bænum.

Ólöf Edda keppir í fjórum einstaklingsgreinum, einni á hverjum degi og einnig í boðsundi 4x200m skriðsundi í blandaðri keppni með Kristni Þórarinssyni (Fjölni), Daníel Hannesi (Fjölni) og Rebekku Jaferian (Ægi). Ólöf keppir í 200 m bringu, 200 m flugsundi, 200 m fjórsundi og 400 m fjórsundi. Hún stefnir á að komast í úrslit í öllum þessum greinum.

Þjálfarar hópsins verða Anthony Kattan yfirþjálfari hjá ÍRB og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir þjálfari hjá Ægi.

Vefsíða leikanna er hér:

 http://www.trabzon2011.org/default.aspx

Gangi þér vel Ólöf Edda og liðinu öllu!