Fréttir

Sund | 14. febrúar 2011

Ólöf Edda með 2 met á Gullmóti KR

Sundmenn úr ÍRB stóðu sig afburðavel á Gullmóti KR sem fram fór um liðna helgi en mótið er það stærsta í íslensku mótaröðinni.  Hvoru tveggja yngri og eldri hópar ÍRB voru að standa sig virkilega vel og voru nánast allir sundmenn með persónulegar bætingar og voru verðlaunapallarnir ósjaldan litaðir ÍRB litunum.   Fjöldi innanfélagsmeta voru sett, þ.e. Keflavíkurmet, Njarvíkurmet og ÍRB met og verður greint nánar frá þeim síðar.  Ólöf Edda Eðvarðsdóttir náði þeim glæsilega árangri að setja tvö íslensk telpnamet í 50 og 100 metra flugsundi þar sem hún bætti fyrri árangur sinn verulega.  Yngstu sundmenn ÍRB náðu eftirtektarverðum árangri og er augljóst að það er mikil gróska í yngri flokka starfinu, t.a.m. voru sundmenn úr röðum ÍRB í fimm efstu sætunum í 50 metra bringusundi 10 ára og yngri þar sem þær Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir og Klaudia Malesa voru á verðlaunapalli.  Auk þeirra kræktu þau Magnús Guðjón Jensson og Birna Hilmarsdóttir sér í verðlaun í þessum flokki.

Þeir sundmenn sem kræktu sér í gullverðlaun voru eftirfarandi,  Gunnar Örn Arnarson, Baldvin Sigmarsson, Berglind Björgvinsdóttir, Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Svanfríður Steingrímsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir, meyjasveit ÍRB (Sunneva, Svanfríður, Sylwia Sienkiewicz, Sandra Ósk Elíasdóttir/Ingunn Eva Júlíusdóttir) og sveinasveit ÍRB (Ísak Daði Ingvason, Eiríkur Ingi Ólafsson, Hreiðar Máni Ragnarsson og Ingi Þór Ólafsson).