Fréttir

Sund | 4. apríl 2008

Ólympíulágmark / Íslandsmet / EMU lágmark /7 gull

Það er frábær gangur á sundfólkinu okkar á IM 50 í Laugardalslaug. Sundfólkið er að synda á frábærum tímum og hefur nú þegar unnið til 7 gullverðlauna af 14 mögulegum. Soffía Klemenzdóttir synti frábærlega og náði lágmarki á EMU þegar hún sigraði í 400m fjórsundi kvenna, en hápunktur dagsins var samt Íslandsmet og Ólympíulágmark Erlu Daggar Haraldsdóttur í 100m bringusundi þegar hún sigraði í 100m bringusundi og bætti 17 ára gamalt met Ragnheiðar Runólfsdóttur um 0,87sek á frábærum tíma 1.11.00.

Eftirtaldir hafa unnið til gullverðlauna.

1500m skriðsund karla: Hilmar Pétur Sigurðsson

400m fjórsund kvenna: Soffía Klemenzdóttir (EMU lágmark )

400m fjórsund karla: Sindri Þór Jakobsson

100m bringusund kvenna: Erla Dögg Haraldsdóttir ( Íslandsmet og Ólympíulágmark )

200m baksund karla: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson

50m flugsund kvenna: Erla Dögg Haraldsdóttir

4 x 200m skriðsund: karla Sindri Þór Jakobsson, Hilmar Pétur Sigurðsson, Árni Már Árnason og Birkir Már Jónsson.