Only seven days left - taper is in full swing!
Við erum komin í lokaundirbúning (taper).
En hvað merkir að vera komin í lokaundirbúning?
Ég mæli með að allir foreldrar sundmanna sem eru á leiðinni á ÍM50 lesi þessa grein gaumgæfilega.
Í bók sinni „Swimming for Parents“ segir Gary Barclay:
„Tilgangurinn með taper er að koma sundmanninum í þannig form að hann sé á toppinum hvað varðar líkamlega getu á keppnisdegi. Lokaundirbúningur fylgir í kjölfar nokkuð langs tímabils af erfiðum æfingum og aðlögunar í æfingum.“
„Lokaundirbúningurinn er hannaður með það að markmiði að minnka vinnu og líkamlegt álag á líkamann með skipulögðum hætti. Í þessu ferli er magn og erfiðleiki æfinga minnkað á ákveðinn hátt, smátt og smátt þar til sundmennirnir komast á það stig að vera full hvíldir, í fullkomnu formi og tilbúnir að keppa.“
„Eftir því sem sundmenn eru eldri því mikilvægara er tímabil lokaundirbúnings. Þjálfarinn þarfnast stuðnings foreldra þar sem þeir skapa jákvætt andrúmsloft heima. Jákvætt viðhorf og andlegur styrkur eru lykilatriði í vel heppnuðum lokaundirbúningi og jafnvel mikilvægasti þátturinn í frammistöðunni að lokum.“
„Á tímabili lokaundirbúnings eru sundmenn oft viðkvæmir fyrir veikindum. Foreldrar eru hvattir til þess að aðstoða sundmanninn við það að fara vel með sig og við að fá góða næringu til þess að minnka líkurnar á veikindum á meðan á lokaundirbúningi og keppni stendur. Þegar magn æfinga minnkar þarf að draga úr magni þess sem borðað er í samræmi við minna æfingaálag.“
„Sundmenn eru hvattir til þess að treysta æfingaáætluninni og undirbúningnum. Jákvætt viðhorf bæði sundmanna og foreldra er afar mikilvægt í lokaundirbúningi. Mjög mikilvægt er að sundmenn beini athyglinni á tækni og færni. Sundmenn ættu að hafa í huga að það er eðlilegt að líða undarlega á lokaundirbúningstímabilinu en þó hefur það líka oft gerst að sundmönnum líði bara alveg eins og venjulega í upphitun en bæti sig svo í keppninni.“
Svo að lokum ef allt er tekið saman þá minnka æfingar meira og meira og hvíldin sem þú þarft er meiri og meiri. Þú þarft að halda stöðugt í jákvæðnina og hugsa um árangurinn sem þú vilt ná. Þú skalt berjast fyrir því að gera allt alveg rétt of mæta tilbúin/n í slaginn. Það þarf að hugsa enn betur um líkamann en venjulega og hafa fulla trú á því sem þú hefur gert til þess að undirbúa þig.
Mætingarskylda í þessari viku og næstu miðað við að mætingaskylda hafi verið uppfyllt á fyrri vikum er:
18 ára - 11 fyrir gula og 10 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
17 ára - 10 fyrir gula og 9 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
16 ára - 9 fyrir gula og 9 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
15 ára - 9 fyrir gula og 8 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
14 ára - 8 fyrir gula og 8 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
13 ára - 8 fyrir gula og 7 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
12 ára - 7 fyrir gula og 7 fyrir bláa í þessari viku og allar 6 í næstu viku
Gangi ykkur vel!