Fréttir

Sund | 7. júní 2007

Önnur gullverðlaun Birkis á Smáþjóðaleikunum

Birkir Már Jónsson hlaut sín önnur gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Monaco þegar hann var í sigursveit Íslands í 4 * 100 metra fjórsundi, sveitin náði í leiðinni að slá Íslandsmetið um einar þrjár sekúndur, Birkir Már synti flugsundssprettinn í sveitinni.  Einnig bætti Birkir sinn fyrri árangur í 200 metra skriðsundi og hafnaði í 4. sæti í greininni. Lokadagur Smáþjóðaleikanna er á morgun.