Fréttir

Örfáir dagar í að AMÍ hefjist
Sund | 24. júní 2013

Örfáir dagar í að AMÍ hefjist

Jæja þá erum við að verða tilbúin í slaginn. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á AMÍ í ár. Í fyrsta lagi verða elstu krakkarnir sem kepptu nýlega á UMÍ ekki með okkur svo það er í höndum yngri sundmanna að sýna hvað þeir geta og halda bikarnum hjá  okkur. Það verður ekki auðvelt og við munum fá mikla samkeppni frá liðum víðsvegar að af landinu sem stefna hátt.

 

Það er mikilvægt fyrir hvern einasta sundmann að einbeita sér og vera í einu af efstu 6 sætunum í aldursflokknumsínum til þess að ná í stig fyrir okkur. Keppendalistinn sem fylgir hér með gæti reynst ruglingslegur þegar hann er skoðaður en munið þegar þið rennið yfir hann að krakkarnir synda í riðlum óháð aldri og þau fá stig fyrir að vera í einu af 6 efstu sætunum í árganginum sínum (15, 14, 13, 12, 11 og 10 ára og yngri), svo ef sundmaður er 13 ára og einhver 14 ára vinnur þá skiptir það ekki máli fyrir stigin.

 

Allir sundmenn ættu að skoða keppendalistann til þess að sjá hverja þeir munu keppast við um verðlaun og stig.

 

Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu er mikilvægt að allir sundmenn mæti á hverja æfingu sem eftir er og krakkarnir þurfa að fá mikinn svefn. Nú á ekki við að vera á hlaupum til ellefu í miðnætursólinni. Þreyttur sundmaður er ekki hraður sundmaður.

 

Reglur vikunnar eru því þessar

1) Ná sér í hvíld og nóg af henni!

2) Mæta á allar æfingar-líka þessa á Akureyri

3) Skoða keppendalistann og athuga hvar þið eruð stödd í aldursflokknum og árganginum

4) Hafa markmiðin tilbúin

5) Gerið ykkur klár að berjast af krafti fyrir ykkur sjálf, vini ykkar og liðið

 

Gangi ykkur öllum vel ;)

Hér er keppendalistinn