Fréttir

Æfingadagur og Páskamót
Sund | 15. mars 2021

Æfingadagur og Páskamót

Æfingadagur

Laugardaginn 20. mars er æfingadagur fyrir sundmenn ÍRB í Sprettfiskum, Flugfiskum og Sverðfiskum. Æfingadagurinn verður í Vatnaveröld kl. 12:30 -13:30 og er undirbúningur fyrir Páskamótið sem er 22. mars.
Mæting er kl. 12:15 og æfingu er lokið kl. 13:30.
Sjáumst hress á æfingadaginn.

Páskamót

Páskamótið okkar verður haldið mánudaginn 22. mars.
Keppt verður í 25m greinum.
Upphitun hefst kl. 16: 30 og mótið byrjar kl. 17:20
Við munum skipta upphitun í þrennt og vera með keppendur í sérstökum hólfum.
Því miður getum við ekki boðið uppá það að vera með áhorfendur að þessu sinni þar sem við getum ekki verið með númeruð sæti.
Keppendur verða í ákveðnum hólfum á bakkanum.
Við munum streyma mótinu á facebook síðu Sundráðsins.