Páskamót, páskafrí og Ármannsmót
Hið árlega Páskamót ÍRB fer fram í Vatnaveröldinni þriðjudaginn 15. mars, á mótinu keppa sprettfiskar, flugfiskar, sverðfiskar, háhyrningar, framtíðarhópur, keppnishópur og afrekshópur.
Upphitun hefst kl. 17:00 og mótið byrjar kl. 17:30 eingöngu er keppt í 25m greinum.
Þáttökuverðlaun fyrir 10 ára og yngri og allir þátttakendur fá páskaegg.
Páskafrí hjá Háhyrningum og hópum þar fyrir neðan fylgir skóladagskránni.
Páskafríið byrjar 21. mars og æfingar byrja aftur 29. mars. (Einhverjir eru á Ármannsmótinu 18.-19. mars)