Sund | 25. apríl 2008
Piltamet, gull og silfur á CIJ LUX
Sundfólkið okkar er að gera það gott í sundlauginni í Luxemborg með unglingalandsliði SSÍ: Tvö verðlaun unnust í dag og góðar bætingar voru að koma í lengri greinunum. Sindri Þór Jakobsson setti nýtt piltamet í 200m flugsundi um leið bætti hann sitt eigið met sem hann setti á IM 50 núna í byrjun mánaðarins. Lokatími Sindra var 2.08.75 nýtt piltamet og silfurverðlaun hjá honum í hans aldursflokki. (Sigurtíminn 2.08.50). Soffía Klemenzdóttir bætti sinn fyrri árangur í 200m flugsundi um rúmlega sekúndu og vann til gullverðlauna í sínum aldursflokki. Jóna Helena Bjarnadóttir bætti sinn fyrri tíma um í 400m skriðsundi og hafnaði í 4. sæti, og Gunnar Örn Arnarson bætti sinn fyrri tíma um 3 sek og lenti líka í 4. sæti, Sindri Þór bætti sig um tvær sek í fjórsundinu og heilt út kom okkar vel út í dag og vann til tvennra af þeim þremur verðlaunum sem unnust í dag hjá íslenska unglingalandsliðinu.