Fréttir

Sund | 30. nóvember 2008

Piltamet og meistaratitill hjá Sindra í Noregi

Sindri Þór Jakobsson gerir það ekki endasleppt á norska unglingameistaramótinu, í gær bætti hann piltametið sitt í 200 metra flugsundi um 3 sekúndur og sigraði sundið með glæsibrag þegar hann synti á tímanum 2:01,95.  Sindri á ekki nema 2 sekúndur eftir í Íslandsmet Arnar Arnarsonar sem er 1:59,68.  Lokadagur meistaramótsins fer fram í dag og verður Sindri Þór í eldlínunni.