Fréttir

Pitsa og keila hjá elstu sundmönnum og félagslífsfulltrúar taka til starfa
Sund | 8. október 2012

Pitsa og keila hjá elstu sundmönnum og félagslífsfulltrúar taka til starfa

 

Nú á dögunum hittust elstu sundmennirnir í fyrsta skipulagða félagsatburði vetrarins. Krakkarnir fóru á Eldsmiðjuna og fengu sér pitsu eftir morgunhlutann á Ármannmótinu og fóru svo í keilu á eftir. Bestu þakkir til Lilju og Gunnrúnar sem skipulögðu þetta en þær eru í nýstofnuðu hlutverki félagslífsfulltrúa.

Dagurinn var frábær, vel heppnaður og við hlökkum til fleiri skemmtilegra uppákoma af ýmsu tagi bæði í þessum hópi en líka í öllum hinum hópunum þegar  félagslífsfulltrúar taka til starfa.Takk fyrir þið sem hafið boðið ykkur fram í þetta hlutverk, það verður gaman hjá okkur í vetur!

The day was great fun with a fantastic turn out and we can look forward to more fun events for both this group and all other groups as the new parent social comittee gets stuck in. Thanks to all of you who have volunteered and have a great year.