Fréttir

Sund | 20. ágúst 2011

Pláss í hópum ÍRB fyllast hratt

Eftir frábæran matsdag þar sem margir nýir og gamlir meðlimir komu til þess að finna rétta hópinn fyrir sig eru pláss í hópum að klárast hratt. Sumir hópar hafa aðeins eitt pláss laust áður en byrjað verður að skrá á biðlista. Eftir að það gerist geta sundmenn aðeins byrjað í hóp ef annar meðlimur hættir eða færist upp um hóp. Í ár bjóðum við upp á 19 mismunandi hópa á 10 getustigum.

Færsla milli hópa verður þrisvar á ári, eftir jólamót, Landsbankamót og fyrir nýtt tímabil. Viðmið fyrir tilfærslu milli hópa er hægt að skoða hér á síðunni með því að smella á um æfingahópa í listanum vinstra megin á síðunni.

Þegar sundmenn í Sprettfiskum og hópunum sem á eftir koma hafa náð markmiðum fyrir næsta hóp fyrir ofan á sundmóti geta þeir fengið að synda með þeim hópi á ákveðnum æfingum, þessar æfingar eru merktar sérstaklega í æfingatöflu (með TS). Listi yfir sundmenn sem hafa náð markmiðum fyrir næsta hóp birtist í mánaðarlega fréttabréfinu okkar.

Við státum af frábærum þjálfurum á þessu tímabili og nýja skráningarkerfið á netinu hefur gengið vonum framar. Vinsamlega verið viss um að þið skráið sundmenn í réttan hóp. Við höfum birt lista yfir þá sundmenn sem æfðu hjá okkur á síðasta tímabili þar sem þeim er raðað samkvæmt nýju hópaskipulagi en aðeins eftir upplýsingum úr gagnagrunni. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur ef þið eruð ekki sátt við þessa röðun t.d. vegna þess að geta barnsins er meiri en á síðasta móti, þá þarf bara að meta getu sundmannsins til þess að skrá hann í réttan hóp. Mætið í Vatnaveröld einhvern miðvikudaginn kl. 14.30-15.30 þar sem afslappað og fljótlegt mat fer fram. Við erum staðráðin í að bjóða upp á eins góða upplifun á sundinu og mögulegt er fyrir sundmennina því viljum við vera viss um að þeir séu í hópi sem hæfir þeirra getu.

Svo ef þið hafið ekki skráð ykkur nú þegar, hverju eruð þið að bíða eftir? Ekki missa af lestinni! Þetta verður frábært sundár hjá ÍRB, Aldursflokkameisturum 2011.