Samúðarkveðjur
Stjórnarmenn, þjálfarar og sundmenn úr ÍRB senda fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur vegna andláts Ólafs Þórs Gunnlaugssonar. Við erum þakklát fyrir það mikla og góða starf sem hann skilaði hér í héraði. Blessuð sé minning hans.
Eftirfarandi birtist á heimasíðu Fjölnis:
Yfirþjálfari sunddeildar Fjölnis, Ólafur Þór Gunnlaugsson, lést þriðjudaginn 22. september sl. Hann hafði barist við erfiðan sjúkdóm um nokkurn tíma. Óli Þór var afburðaþjálfari með gríðarlega reynslu af sundkennslu ungbarna, sundþjálfun ungmenna og þjálfun afreksfólks og Ólympíufara Skilur hann eftir stórt skarð í sunddeild Fjölnis og sundhreyfingunni allri. Óli Þór kom að stofnun og eflingu margra sundfélaga á landinu og stofnaði hann sunddeild Fjölnis fyrir 11 árum.
Sunddeild Fjölnis þakkar Óla Þór samstarfið og vottar fjölskyldu hans og aðstandendum samúðar á þessum erfiðu tímum.