Fréttir

Sást vel á SH mótinu hve vel sundmenn ÍRB eru að vinna
Sund | 4. nóvember 2013

Sást vel á SH mótinu hve vel sundmenn ÍRB eru að vinna

Elstu sundmenn ÍRB fóru á SH mót í margvíslegum tilgangi. Fyrir elstu sundmennina var þetta tækifæri til þess að prófa sig í keppnislauginni eftir þrjár vikur af þungum æfingum. Úrslitin voru mjög góð og voru 98% að bæta tíma sína í 400 skrið og 400 fjór heilmikið og hækka sig á styrkleikalistanum. Fyrir yngri sundmenn var þetta tækifæri til þess að bæta tíma sína og ná inn á mót t.d. ÍM25. Til hamingju þið sem náðuð í ÍM25 liðið, nú eru aðeins þrjár vikur í mótið.

Allir sundmenn eru hvattir til þess að skoða vel á Keflavíkur, ÍRB og Íslandsmet, á mótinu voru margir ansi nálægt mörgum af þessum metum, það að þekkja þessa tíma og stefna að því að ná þeim er lykill að árangri.

Metasíða

Met og úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan:

Úrslit

 

Ný met á SH mótinu:

Baldvin Sigmarsson                        400 Fjór (25m)                  Piltar-Keflavík

Sunneva Dögg Friðriksdóttir           400 Skrið (25m)                  Telpur-ÍRB