Sérsveitin 2016-síðasta tímabil sundársins
Þetta tímabil hefur verið alveg frábært hvað varðar mætingu í efstu hópunum okkar. Alls náðu sjö sundmenn að vera í sérsveitinni allt árið og hefur hver þeirra fengið samtals 52.500 greiddar til baka af æfingagjöldum inn á sundsjóðinn sinn. Þetta mun hjálpa þeim við að greiða fyrir ferðir og annann tilkostnað varðandi sundið sem er þó nokkur þegar fólk er komið þetta langt í íþróttinni.
Við óskum meðlimum tólfta tímabils í Sérsveitinni 2016 til hamingju. Sérsveitin er hvatningarkerfi þar sem hægt er að fá endurgreiðslu af hluta æfingargjalda vegna góðrar mætingar í þeim tilgangi að leiða sundmenn á braut til frábærs árangurs í sundi. Þessir sundmenn fá allir 9.000 kr. endurgreiddar inn á sundsjóð sinn fyrir að ná sínu tólfta tímabili í Sérsveitinni. Aðeins sundmenn í Landsliðshópi og Keppnishópi geta tekið þátt í Sérsveitinni og til þess að ná í hana þarf að skuldbinda sig og leggja sig fram af öllum krafti.
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason
Birta María Falsdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Guðrún Eir Jónsdóttir
Svanfriður Steingrímsdóttir
Eiríkur Ingi Ólafsson
Við óskum meðlimum tíunda tímabils í Sérsveitinni 2016 til hamingju. Þessir sundmenn fá allir 7.000 kr. endurgreiddar inn á sundsjóð sinn fyrir að ná sínu tíunda tímabili í Sérsveitinni.
Sylwia Sienkiewicz
Við óskum meðlimum sjöunda tímabils í Sérsveitinni 2016 til hamingju. Þessir sundmenn fá allir 4.000 kr. endurgreiddar inn á sundsjóð sinn fyrir að ná sínu sjöunda tímabili í Sérsveitinni.
Björgvin Theodór Hilmarsson
Við óskum meðlimum sjötta tímabils í Sérsveitinni 2016 til hamingju. Þessir sundmenn fá allir 3.500 kr. endurgreiddar inn á sundsjóð sinn fyrir að ná sínu sjötta tímabili í Sérsveitinni.
Jóna Halla Egílsdóttir
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Gunnhildur Björg Baldursdóttir
Við óskum meðlimum fimmta tímabils í Sérsveitinni 2016 til hamingju. Þessir sundmenn fá allir 3.000 kr. endurgreiddar inn á sundsjóð sinn fyrir að ná sínu fimmta tímabili í Sérsveitinni.
Karen Mist Arngeirsdóttir
Sandra Ósk Elíasdóttir
Við óskum meðlimum fyrsta tímabils í Sérsveitinni 2016 til hamingju. Þessir sundmenn fá allir 1.000 kr. endurgreiddar inn á sundsjóð sinn fyrir að ná sínu fyrsta tímabili í Sérsveitinni.
Agata Jóhannsdóttir
Til hamingju allir. Haldið svona áfram!