Sex sundmenn ÍRB keppa í LUX
Sex sundmenn ÍRB skipa 18 manna unglingalandsliðshóp SSÍ sem fer til keppni á alþjóðlegu unglingamóti (CIJ LUX) í Luxemborg um næstu helgi. Sundmennirnir frá ÍRB eru: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Elfa Ingvadóttir, Guðni Emilsson, Gunnar Örn Arnarson, Helena Ósk Ívarsdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir. Mótið hefst á föstudaginn og stendur fram á sunnudag. Hér er heimasíða mótsins og þar er væntanlegur startlisti á næstu dögum ásamt því að þar er hægt að sjá úrslitin. http://swimming.lu/