Síðasti dagurinn á ÍM25 og lokahóf SSÍ
ÍM25 endaði með stæl með kvöldverði á árlegu lokahófi SSÍ. Sundmennirnir klæddu sig upp og nutu hátíðarinnar. Þeir sem syntu með Landsliðinu á árinu fengu viðurkenningu og Anthony Kattan var valinn unglingaþjálfari ársins annað árið í röð.
Síðasti morguninn á mótinu gekk vel en það sem stóð upp úr var þegar Birta, 14 ára, vann silfur í 1500 skrið. Eftir árekstur í upphitun byrjaði Birta sundið af varkárni en gaf heldur betur í í seinni hlutanum. Þetta var mikil reynsla fyrir hana og var hún stutt frá telpnametinu sem hún mun ráðast á í desember.
Þó það væru engin Íslandsmet slegin þennan síðasta dag voru mörg ÍRB met sem féllu eins og lesa má um í næsta Ofurhuga, fréttabréfinu okkar.
Síðasti morguninn á mótinu var með hæsta hlutfall bætinga af öllum morgnum mótsins og frábært var að sjá sundmenn ná sínum besta tíma á ferlinum.
Síðasti mótshlutinn var frábær og í úrslitum á lokadegi rústaði Kristófer, 16 ára, ÍRB metinu í sínum alddursflokki í 100 skrið á 52 sem og varð fjórði. Jóhanna, 16 ára, sló einnig ÍRB metið í 100 skrið í sínum aldursflokki. Vel gert krakkar.
Íris Ósk, 14 ára, vann 100 bak sannfærandi og var rétt frá telpnametinu. Alexander var rétt frá sínum besta tíma sem hann náði um morguninn.
Kristófer synti vel og náði að bæta tíma sinn í 50 bringu og fór undir 31 s í fyrsta sinn og Baldvin, 15 ára, var rétt frá sínum besta tíma. Ingunn synti líka vel.
Davíð vann silfur í 100 fjór og voru fyrstu 50 m frábærir en hann er í undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í næstu viku. Gott að hafa hann aftur með okkur á landinu.
Ólöf, 15 ára, stóð sig vel í fyrsta 400 fjór á þessu ári og vann silfur í mjög vel útfærðu sundi. Aleksandra, 15 ára, endaði fjórða eftir ótrúlega keppni og baráttu um þriðja sætið. Sunneva var sterk og Berglind einnig með góða bætingu.
Baldvin synti aðeins 0,1 frá besta tíma sínum frá því um morguninn, Erla bætti sig og náði undir 30 í fyrsta sinn og Jóhanna var rétt frá tíma sínum frá því um morguninn.
Þröstur, 15 ára, átti eitt besta sund dagsins í 1500 skrið og náði í fyrsta sinn yfir 650 FINA stig. Hann bætti sig um 7 sekúndur í 800 m frá því deginum á undan og um 4 sek í 400 frá því á föstudag. Jón átti gott sund eftir að hafa átt við bakvandamál um helgina.
Að lokum náðu stelpurnar sem bættu tvö Íslandsmet um helgina að bæta ÍRB metið í 4x50 skrið í telpnaflokki.
Takk allir fyrir frábæra helgi.