Fréttir

Sund | 12. maí 2008

Sigmar tvöfaldur íslandsmeistari

Sigmar Björnsson sundkappi vann til tveggja gullverðlauna og einna bronsverðlauna á Íslandsmeistaramóti garpa í sundi helgina 2. - 3. maí sl. Sigmar kom  í mark sem öruggur sigurvegari í flokki 50 - 54 ára í 100m og 200m bringusundi, jafnframt vann hann til bronsverðlauna í 100m fjórsundi.

Til hamingju með frábæran árangur Sigmar ! Stjórn og þjálfarar.