Sigur á barnamóti í sundi !
Barnamót SH, ÍA og Keflavíkur var haldið nú um helgina, 11. nóvember og fór það vel fram. Fjölmargir sundmenn kepptu og stóðu sig með stakri prýði. Börnin hafa tekið miklum framförum og sýndu foreldrum og öðrum aðstandendum uppskeruna af æfingum vetrarins. Boðsundsliðið sem var skipað tuttugu sundmönnum, hvorki meira né minna, sigraði liðakeppnina með miklum yfirburðum. Er þetta þriðja sinn í röð sem liðið sigrar boðsundið, og fékk liðið flottan farandbikar að launum.
Haldin var dýrindis kökuveisla í Víðistaðaskóla eftir mótið, í boði Hafnfirðinga, þar sem keppendur og aðstandendur drukku saman og áttu góða stund.Allir sem kepptu á mótinu fengu svo verðlaunapening og skjal fyrir þáttöku á mótinu.