Fréttir

Sund | 17. febrúar 2010

Sigur á Gullmóti KR 9. árið í röð.

Sundlið ÍRB sigraði með glæsibrag í stigakeppni liða á Gullmóti KR, en þetta er þetta var  9. árið í röð sem liðsmenn félagsins náðu þessum árangri. Lið ÍRB hefur verið sigrað öll lið á landinu á Gullmótinu frá árinu 2002 þegar lið Keflavíkur og Njarðvíkur kepptu fyrst á þessu móti sem ÍRB.

Lið ÍRB  stóð sig með sannri prýði, keppti af mikilli hörku og með bros á vör, ásamt því að vinna marga af okkar helstu keppinautum á endasprettinum með mikilli keppnishörku. Mikið var um flott sund og góðar bætingar.

Mótið var langt og strangt, en það voru það stoltir, sigurreifir og þreyttir sundmenn, þjálfarar og foreldrar sem fóru heim í Reykjanesbæ með bikar í farteskinu síðla dags á sunnudeginum.

 

 

 

 

 

 

Bestum árangri náðu eftirtaldir:

 

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson: Sigurvegari í KR superchallange 2. árið í röð, og í þriðja sæti yfir stigahæstu karla 18 ára og eldri.

 

Diljá Heimisdóttir: 3 sæti stighæstu kvenna 18 ára og eldri.

 

Einar Þór Ívarsson: 3. sæti yfir stighæstu drengi 13 – 14 ára.

 

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir: 1. sæti yfir telpur 13 – 14 ára, náði lágmörkum fyrir Norðurlandameistarmót æskunnar og átti frábær sund á mótinu.

 

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir: 3. sæti yfir telpur 13 – 14 ára, náði lágmörkum fyrir Norðurlandameistarmót æskunnar og synti vel á mótinu.

 

Birta María Falsdóttir: 2. sæti yfir meyjur 11 – 12 ára.