Fréttir

Sund | 2. desember 2006

Silfur og brons hjá Guðna á NM unglinga

Strákarnir okkar náðu mjög góðum árangri á fyrri degi Norðurlandameistaramóts unglinga sem

fram fer í Tampere, Finnlandi. Guðni Emilsson hlaut bronsverðlaun í 200 metra bringusundi þegar

hann synti á 2:17,25 sem er stórbæting. Guðni gerði síðan enn betur í öðrum hluta mótsins

þegar hann synti 50 metra bringusund og hlaut silfurverðlaun á tímanum 28,97 sem einnig er bæting , frábær árangur.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson stóð sig einnig vel þegar hann synti 50 metra baksund á 27,91 og

lenti í 7 sæti, í eftirmiðdaginn synti Davíð 100 metra baksund á tímanum 58,99, báðir þessir tímar

eru eilítið frá hans besta.  Íslenska liðið lýkur keppni í fyrramálið, en þá syndir Guðni 100 metra

bringusund og Davíð 200 metra baksund. Til hamingju strákar.