Sindri Þór Jakobsson setti Íslandsmet í 200 m flugsundi
Sundmaðurinn Sindri Þór Jakobsson, ÍRB, gerði sér lítið fyrir í morgun og setti Íslandsmet í 200 m flugsundi í karlaflokki og um leið piltamet í sömu grein er hann synti á tímanum 2.07,75. Þetta gerði hann á EM unglinga sem nú fer fram í Belgrad og varð hann í 23. sæti af 30 í undanrásunum í flokki 17-18 ára pilta.Birkir Már Jónsson átti karlametið sem var 2.08,27 en Sindri Þór var að bæta sitt eigið met í piltaflokki um nákvæmlega 1 sekúndu.
I gaer ta Sindri Þór stakk sér fyrstur til sunds og synti hann 50 m flugsund á 26,66 sek. og var rétt við sinn besta tíma. Soffía Klemenzdóttir synti 200 m flugsund á 2.22,99 og bætti þar með tíma sinn um 3 sek. Bryndís Rún Hansen synti 100 m skriðsund á tímanum 1.00,27 sem er um 4 sekúndna bæting á hennar fyrri árangri. Að lokum fór Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 100 m baksund á tímanum 1.01,27 sem er aðeins frá hans besta tíma (tekid af heimasidu SSI )