Sindri Þór með annað íslandsmet
Sindri Þór Jakobsson heldur áfram að slá met. Í gær setti Sindri Þór nýtt íslandsmet í 200m flugsundi á World Cup í Berlín. Þá sló hann sitt fyrra met um 15/100 í 200m flugsundi sem sett var í Stokkhólmi fyrr í vikunni. Nýtt met 1.58.30 !! Nú rétt áðan var Sindri að synda 200m fjórsund á 2.01.96 og bætti sinn fyrri tíma um rúmlega tvær sekúndur. Glæsilegt hjá þér Sindri :-) Til hamingju með glæsilegan árangur. Stjórn og þjálfarar.