Sund | 13. júlí 2009
Sindri Þór norskur meistari í 1500m skriðsundi
Sindri Þór Jakobsson er svo sannarlega að standa sig þessa dagana og sýnir öllum að það er hægt að standa sig vel þrátt fyrir mikið álag. Sindri Þór hélt heim af EMU í Prag seinnipartinn á laugardeginum, eftir mjög gott mót. Á sunnudagsmorgninum keppti hann svo í Osló í 1500m skriðsundi sem hann vann með glæsibrag og varð um leið norskur meistari í greininni. Frábært hjá Sindra, til hamingju með árangurinn Sindri, stjórn og þjálfarar.