Sjósund 2012
Sjósund 2012
Í dag á yndislega fallegum síðasta degi Ljósanætur syntu 26 sundmenn úr Landsliðshópi, Keppnishópi og Framtíðarhópi sitt árlega áheitasjósund milli Njarðvíkur og Keflavíkurhafna.
Við þökkum Björgunarsveitinni Suðurnes kærlega fyrir að gefa okkur tíma sinn og aðstoða við verkefnið og IGS fyrir súpu og brauðið sem var kærkomið eftir sundið. Dagurinn var algjörlega frábær á sjónum, fallegt útsýni, sólin skein og bros á allra vörum. Takk allir sem komuð að þessu!