Skemmtilegt á Vormóti Breiðabliks síðustu helgi
Vormót Breiðabliks var lítið og skemmtilegt sprettsundmót þar sem efstu hóparnir okkar tóku þátt. Elstu hóparnir eru á þungum æfingum fyrir UMÍ og var þetta gott tækifæri til þess að synda hratt þrátt fyrir þreytu. Margir yngri sundmenn náðu að bæta tíma sína og ná AMÍ lágmörkum. Hjá eldri sundmönnunum voru sumir með fínar bætingar og margir innan við hálfa sekúndu frá tímunum sínum sem var ánægjulegt að sjá. Á laugardeginum náðu Matthea, Stefanía, Klaudia og Aníka fjórum medalíum í einu sundi en þar sem tvær voru með sama tíma og hlutu bronsið (sjá mynd).
Kærar þakkir sundmenn, foreldrar og þjálfarar fyrir skemmtilega helgi.
Úrslit sundmanna ÍRBá mótinu má skoða hér.