Skemmtilegt Páskamót
Páskamótið síðasta miðvikudag var mjög ánægjulegt en þar kepptu um 170 krakkar á þessu skemmtilega móti. Allir sem kepptu fengu páskaegg og sundmenn 10 ára og yngri fengu verðlaunapening sem viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Eins og síðast var stærsti hluti mótsins blandaðir riðlar í 25 m greinum en einnig voru nokkrar lengri greinar fyrir þá sundmenn sem eru að reyna að ná viðmiðum fyrir næsta hóp, 29 sundmenn náðu viðmiðum til þess að geta færst upp um hóp eftir páska. Í næstu viku bætist við þennan hóp en þá munu þjálfarar meta hvaða sundmenn í yngstu hópunum færast upp. Það er frábært að sjá hvað margir eru að bæta sig og það við munum greina eins fljótt frá því og við getum hverjir færast upp.
Elstu sundmennirnir voru með á mótinu og þótti mörgum af yngri krökkunum gaman að sjá þau synda. Það er ekki oft sem yngstu krakkarnir fá að sjá bestu sundmennina okkar synda og er þetta frábært tækifæri fyrir þau til þess að sjá hvernig þessar góðu fyrirmyndir fara að.
Það voru 36 ný 25 m ÍRB met. Upplýsingar um þetta er hægt að skoða undir liðnum Keppni á heimasíðum okkar. Það er skemmtilegt fyrir krakkana að reyna að ná þessum metum.
Bestu þakkir til allra foreldranna sem unnu á mótinu, án ykkar væri ekki hægt að halda svona mót. Kærar þakkir einnig til þjálfaranna fyrir að undirbúa krakkana og að lokum bestu þakkir til sundkrakkanna fyrir að haga sér vel og fyrir að taka þátt.
Úrslit af mótinu eru hér fyrir neðan, hafið það gott um páskana við hlökkum til þess að sjá ykkur öll á næsta stóra móti, Landsbankamótinu.