Fréttir

Sund | 4. september 2011

Skemmtilegt sjósund á Ljósanótt

Stór hópur sundmanna synti áheitasjósund á ljósanótt og skemmtu allir sér vel. Synt var milli Njarðvíkur- og Keflavíkurhafna þar sem sundmenn tókust á við 8 gráðu heitan sjóinn og jafnvel nokkra máva. Við færum Björgunarsveitinni Suðurnes sérstakar þakkir fyrir aðstoðina, þetta var eftirminnilegur dagur fyrir alla þá sem tóku þátt. Sundmennirnir söfnuðu áheitum fyrir sundið og fer það fé sem safnaðist í fjármögnun keppnis og æfingaferða erlendis. Bestu þakkir færum við einnig foreldrum buðu sig fram og aðstoðuðu um borð í bátnum.