Fréttir

Skráning í sund hefst á mánudaginn
Sund | 28. júlí 2013

Skráning í sund hefst á mánudaginn

Ágætu foreldrar

Mánudaginn 29. júlí opnar fyrir skráningu sundmanna í Framtíðarhóp, Keppnishóp, Úrvalshóp og Landsliðshóp. Einnig geta sundmenn erlendis skráð sig og gengið frá skráningargjaldi. Þeir sem vilja vera í Áhugahópi skrái sig og hafi svo samband við gjaldkera til að greiða og fá klippikort. Æfingar hefjast hjá öllum þessum hópum 6. ágúst síðdegis.

Eins og undanfarin ár fer skráning fram rafrænt á meðfylgjandi slóðum:
Hjá iðkendum í Keflavík – íþrótta- og ungmennafélag https://keflavik.felog.is/
Hjá iðkendum í UMFN https://umfn.felog.is/

Allar upplýsingar um æfingartöflu, verðskrá, lista yfir í hvaða hóp iðkendur mega skrá sig og leiðbeiningar má sjá hér:
http://keflavik.is/sund/vertu-med/ og http://umfn.is/Sund/Vertu_med/

Þegar smellt er á tengilinn Næsta tímabil þá er þar samningur sem allir sundmenn og foreldrar þurfa að undirrita og koma með á fyrstu æfingu. Við bendum öllum á að kynna sér sérstaklega siðareglur Keflavíkur og UMFN.
Samningur er hér: http://keflavik.is/sund/files/sund/ymislegt-2013-14/samningur_uppfaert_22jul.pdf

Siðareglur eru hér:
http://keflavik.is/Files/1972_Sidareglur_kef.pdf og http://umfn.is/Sidareglur_UMFN/

Skráningu þarf að vera lokið og búið að ganga frá greiðslu á æfingargjöldum áður en sundmaður mætir á fyrstu æfingu. Við óskum eftir að sundmaður komi með kvittun úr kerfinu á fyrstu æfingu um að skráningu sé lokið og búið sé að ganga frá æfingargjöldum.

Ef einhverjar spurningar vakna þá má senda almennar fyrirspurnir á sundrad.irb@gmail.com

Ef einhver vandamál koma upp með skráningu eða greiðslu æfingargjalda vinsamlega hafið þá samband við gjaldkera viðkomandi félags.

Hjá Keflavík: Guðmunda Róbertsdóttir gsm 866 4293 netfang: mundarobb@gmail.com

Hjá UMFN: Herdís Andrésdóttir gsm 660 2481 netfang: sunddeild.umfn@gmail.com

Hlökkum til að sjá alla ferska í ágúst!