Skráningar á sundæfingar næsta vetur
Skráning sundmanna sem voru að æfa síðasta vetur og vilja halda áfram í sundi næsta vetur er hafin. Sundmenn skrá sig í sama hóp og þeir voru í fyrir sumarfrí.
Allir sem ætla að æfa sund verða að vera skráðir og hafa gengið frá greiðslu æfingargjalda fyrir fyrstu æfingu. Skráning fyrir iðkendur í Sunddeild Keflavíkur fer fram á: https://keflavik.felog.is/
Skráning nýrra sundmanna sem ekki voru að æfa síðasta vetur verður í ágúst. Nýjir sundmenn mæta á prufuæfingu þar sem þjálfari metur hvaða hópur hentar getu barnsins best. Fyrsta prufuæfing verður föstudaginn 10. ágúst kl. 17 í Vatnaveröld.
Sundskólahóparnir (2-5 ára) Gullfiskar og Silungar raðast sjálfkrafa eftir aldri og þurfa ekki prufu.
Í hópa frá Löxum og uppúr er raðað eftir getu. Eingöngu nýir meðlimir fara á prufuæfingu. Aðrir sundmenn tilheyra áfram þeim hópi sem þeir eru í þangað til þeir fá boð um tilfærslu.
Upplýsingar um æfingatötöflur, æfingagjöld og fleira gagnlegt er undir liðnum vertu með hér á síðunni: http://www.keflavik.is/sund/vertu-med/ (ATH! æfingatöflur gætu breyst lítillega)
Upplýsingar um æfingahópa eru hér: http://www.keflavik.is/sund/aefingahopar/
Æfingar hópa hefjast sem hér segir:
Afrekshópur og Framtíðarhópur 27. júlí
Háhyrningar 20. ágúst
Sverðfiskar, Flugfiskar, Sprettfiskar, Laxar, Silungar og Gullfiskar 22. ágúst