Skráningar ganga vel-hópar að fyllast-matsdagur á laugardag-sundhettur til sölu
Nú er sundstarfið að komast á fullt skrið. Við minnum á prufuæfinguna/matsdaginn sem er á laugardögum kl. 12.15 í Vatnaveröld. Foreldar mæta þá með börnin sín í Vatnaveröld og hitta þjálfara sem metur hvaða hópur hentar barninu best. Gott er að hafa með sér sundgleraugu og auka handklæði á bakkann til þess að litlu sundgörpunum verði ekki kalt.
ÍRB sundhettur verða til sölu hjá þjálfara kl. 12:15-12:45 og kosta þær 1500, greiða verður með peningum, erum ekki með posa.
Skráningar hafa gengið mjög vel og er fullt í eftirfarandi hópa:
Landsliðshópur (lokað fyrir skráningu á netinu en hægt að senda inn umsókn)
Úrvalshópur (lokað fyrir skráningu á netinu en hægt að senda inn umsókn)
Keppnishópur (lokað fyrir skráningu á netinu en hægt að senda inn umsókn)
Háhyrningar (lokað fyrir skráningu á netinu en hægt að senda inn umsókn)
Sverðfiskar í Vatnaveröld
Gullfiskar í Heiðarskóla
Gullfiskar í Akurskóla
Í eftirfarandi hópum eru 3 eða færri pláss laus:
Flugfiskar í Akruskóla
Laxar í Heiðarskóla
Laxar í Akurskóla
Laxar/Silungar í Njarðvíkurskóla
Silungar í Akurskóla
Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við Gullfiskahópi í Njarðvíkursundlaug á þriðjudögum kl. 18:30-19:15.
Endilega mætið á matsdaginn og tryggið ykkur pláss fyrir barnið!