Smáþjóðaleikarnir í Andorra
Fyrstu helgina í júní fóru fimm sundmenn frá okkur á þriðju Smáþjóðaleikana sem haldnir voru í Andorra. Þar sem mótið fór fram í 1500 m hæð yfir sjó þurftu sundmennirnir að glíma við það að hafa minna súrefni en þeir eru vanir, svipað og þeir sem fara og æfa í mikilli hæð til þess að auka flutningsgetu blóðsins á súrefni. Þrátt fyrir þetta stóð okkar folk sig vel og skilaði góðum úrslitum.
Jóhanna Júlía vann gull í hópi yngri sundmanna í 100 flug og vann silfur í 200 fjór, 400 fjór og 200 flug og vann einnig silfur með boðssundsveitinni í 4x100 fjórsundi.
Baldvin vann gull í flokki yngri sundmanna í 100 og 200 flug og í 400 fjór.
Íris Ósk vann gull í flokki yngri sundmanna í 100 bak og setti bæði mótsmet og ný ÍRB og Keflavíkurmet bæði í Telpnaflokki og Kvennaflokki. Hún vann einnig silfur í 50 og 200 bak.
Birta María vann brons í flokki yndgri sundmanna í 800 skrið og var fjórða í 200 og 400 skrið og sjötta 400 fjór.
Sunneva Dögg sem átti 4 frábæra bestu tíma vann brons í flokki yngri sundmanna fyrir 400 skrið og var fjórða í 800 skrið og fimmta í 200 skrið og 400 fjór.
Allir nema Jóhanna voru að keppa í fyrsta sinn með landsliði á alþjólegu móti og eiga þau öll hrós skilið.
Það var afar ánægjulegt að sjá hvernig sundmennirnir ræddu saman um þessa reynslu á mótinu og að heyra hvernig þau greindu og fóru yfir ekki aðeins sín eigin sund heldur einnig svefninn, matinn, framkomu, einbeitningu og hvernig þau nutu ferðarinnar. Þau sýndu öll mikinn þroska og skilning á því hvað heppnaðist vel og hvað mætti bæta. Þetta er afar mikilvægt og var frábært að sjá.