Sparisjóðsmót 2010
Nú hafa sundmenn 13 ára og eldri lokið keppni á Sparisjóðsmótinu. Í morgun hafa metin haldið áfram að falla í okkar frábæru sundlaug. Ný aldursflokkamet og Íslandsmet í flokki fatlaðra hafa litið dagsins ljós og einnig hafa 9 mótsmet fallið.
Kristinn Þórarinsson Fjölni setti þrjú drengjamet í dag. Hann byrjaði á því að setja met í 200m fjórsundi, síðan bætti hann metið í 400m skriðsundi og loks endaði hann á því að setja met í 800m skriðsundi, en það met sló hann með góðum millitíma í keppni í 1500m skriðsundi. Í flokki fatlaðra féllu þrjú met, Pálmi Guðlaugsson Fjölni reið á vaðið með Íslandsmet í 100m flugsundi í flokki S6, síðan komu met frá Jóni Margeiri Sverrissyni Fjölni í keppni 1500m skriðsundi, en í því sundi setti hann met bæði í 800m og 1500m skriðsundi í flokki S14.
Stigahæstu sundmenn mótsins voru: Í kvennaflokki Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi og í karlaflokki Davíð Hildiberg Aðpalsteinsson ÍRB. Í drengjaflokki Kristinn Þórarinsson Fjölni og í telpnaflokki Rebekka Jaferian Ægi. Sparisjóðsmótinu lýkur seinnipartinn í dag með keppni hjá 12 ára og yngri.