Fréttir

Sund | 15. maí 2010

Sparisjóðsmótið í sundi 2010

Nú er tveimur fyrstu hlutunum á Sparisjóðsmótinu lokið. Stuð og stemming er á mótinu og í Reyjanesbæ er fínt "gluggaveður". Í gær kepptu átta ára og yngri og sýndu flotta takta í lauginni, í lok þess mótshluta var síðan brugðið á leik í okkar sívinsæla "Sjóræningjaleik". Átta mótsmet hafa fallið á mótinu því gríðarlega öflugt fólk er í lauginni frá alls 14 félögum, en alls keppa 539 sundmenn á mótinu. Eitt aldursflokkamet féll í morgun en þar var á ferðinni Kristinn Þórarinsson Fjölni, en hann bætti drengjametið í 400 fjórsundi um tæplega 8 sekúndur, þegar hann synti á 5.06.89. Gamla metið átti Sveinbjörn Pálmi Karlson Ægi 5.14.30 frá árinu 2009. Þriðji hluti mótsins er að hefjast og bíðum við spennt eftir að sjá hvað 12 ára og yngri hafa fram að færa.