Fréttir

Sund | 13. maí 2008

Sparisjóðsmótið um helgina !

Til allra sundmanna ÍRB og foreldra !

Nú er að koma að mótinu okkar: Þátttaka er langt fram úr öllum væntingum eða um 580 sundmenn víðsvegar að. Væntanlega mun því verða þröng á þingi, þjálfarar og sundmenn okkar verða því að fylgjast vel með þegar kemur að keppnisgreinum okkar fólks. Við höfum fararstjóra á okkar snærum þjálfurunum og börnunum til aðstoðar. ÍRB krakkar halda hópinn á bakkanum og fara ekki nema biðja þjálfarana um leyfi. Sundmenn þurfa að haf með sér vatnsbrúsa en farastjóra munu vera með ávexti ofl. fyrir okkar fólk til að borða. Munið því að ganga vel um. Áfram ÍRB.
 
Sparisjóðsmót ÍRB 2008 / Vatnaveröld  Reykjanesbæ 16. – 18. maí 2008
Keppt verður í 50m laug fyrir 13 ára og eldri  í fjölmörgum keppnisgreinum, með beinum úrslitum og keppt verður  í 25m laug fyrir 12 ára og yngri með beinum úrslitum.
Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra, að því undanskildu að 8 ára og yngri synda á föstudegi. Þetta er gert til að fá svigrúm til að dekra við okkar yngstu sundmenn á föstudegi með skemmtilegu móti og leik, og um leið til að keyra mótið hraðar fyrir hin eldri á laugardegi og sunnudegi.

Vonumst við til þessa að sjá sem flesta af okkar yngri sundmönnum keppa á mótinu
Keppnisgreinar er hægt að sjá tenglinum á heimasíðunni.

Timasetningar: vinsamlegast athugið að þær gætu tekið breytingum fylgist með  á heimasíðum !!!!
Föstudagur
8 ára og yngri:  Upphitun. kl. 16:30  Mót kl. 17:15 – 19:30

Laugardagur
13 ára og eldri:   Upphitun. kl. 07:45  Mót kl. 08:15 – 12:30
9 – 12 ára: Upphitun. kl. 13:00  Mót kl. 13:30 – 18:00

Sunnudagur
13 ára og eldri:   Upphitun. kl. 07:45  Mót kl. 08:15 – 12:30
9 – 12 ára:  Upphitun. kl. 13:00  Mót kl. 13:30 – 18:00

Keppt verður í eftirtöldum flokkum: 13 ára og eldri kk og kvk; sveina og meyja (11-12 ára); hnokka og hnátuflokki (9-10 ára) og 8 ára og yngri.

Verðlaunaveitingar fyrir yngri flokka
Sparisjóðurinn í Keflavík gefur öll verðlaun. Veitt verða verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í einstaklingsgreinum 9 – 12 ára. Allir 10 ára og yngri fá einnig þátttökupeninga.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem er fyrstur í sínum riðli.

Verðlaunaveitingar fyrir 13 ára og eldri, 13 – 14 ára verðlaunuð sérstaklega
Verðlaunapeningar eru fyrir allar greinar. Fyrir 200m verða afhentir bikarar. Fyrir stigahæsta sund í 200m er afhentur farandbikar, Sparisjóðsbikarinn. Um er að ræða fjóra bikara, annars vegar fyrir sundmenn 13-14 ára og hins vegar fyrir sundmenn 15 ára eða eldri, bæði karla og kvenna.

Bíóferð: Okkar fólki er boðið í bíóferð með hinum keppendunum.
8 ára og yngri: Nim's Island kl. 16:00 á sunnudeginum.
9-12 ára: Nim's Island kl 09:30 á sunnudagsmorgni
13 ára og eldri: Nim's Island kl. 14:00 á laugardeginum.

Það sem þarf að hafa með sér er: Góða skapið, vatnsbrúsa og smá nesti , athyglisgáfuna stuttbuxur og bol, sundgleraugu og sundfatnað og handklæði. (Muna að merkja sitt)

Kv. Stjórnarmenn og þjálfarar ?