Fréttir

Sund | 16. maí 2010

Sparisjóðsmótinu 2010 lokið

Fimmta og síðasta hluta Sparisjóðsmótsins var að ljúka. Þrjú mótsmet féllu í þessum hluta og mikið fjör var í lauginni. Sparisjóðsmótið um helgina fór vel fram í alla staði og stóðust allar tímasetningar nánast 100%. Sundráð ÍRB vill koma á framfæri þakklæti til þeirra félaga sem þátt tóku  í mótinu, með von um að allir séu ánægðir með framkvæmdin ásamt mótinu í heild en jafnframt hlökkum við til að sjá ykkur sem flest á næsta ári. Allar ábendingar um það sem betur mætti fara eru vel þegnar til þess að við getum  jafnvel haldið enn betra mót. Sundráð vill einnig þakka þeim sjálfboðaliðum, foreldrum, styrktaraðilum, starfsfólki Vatnaveraldar og Holtaskóla ásamt öllum þeim fjölmörgu sem lögðu okkur lið um helgina fyrir alla hjálpina og stuðning. Sjáumst að ári liðnu á enn einu frábæru Sparisjóðsmóti.

Sundráð ÍRB