Sparisjóðurinn styrkir sundfólk í ÍRB
Sparisjóðurinn í Keflavík og ÍRB, sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur gengu frá samningi sín á milli hinn 14. júní síðastliðinn. Sparisjóðurinn hefur verið aðalstyrktaraðili sunddeildanna undanfarin ár og nú var samið um að halda því samstarfi áfram næstu tvö árin.
“Stuðningur sparisjóðsins við sundstarfið hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina og hefur auðveldað okkur að reka öflugar sunddeildir og halda vegleg mót s.s. Aldursflokkameistaramót Íslands í fyrra, hið glæsilega Sparisjóðsmót í síðasta mánuði og Bikarkeppni Sundsambands Íslands nú í júnímánuði. ” sagði Guðmundur Jón Bjarnason, formaður sunddeildar Keflavíkur við þetta tækifæri.
Á myndinni eru Baldur og Þóranna frá Sparisjóðnum og Guðmundur Jón, formaður sunddeildar Keflavíkur, Brynja, gjaldkeri sunddeildar Njarðvíkur, Steindór þjálfari og sundfólk ÍRB, Birkir Már og Erla Dögg.