Fréttir

Sund | 25. júní 2011

Spennandi keppni á AMÍ

Nú eru þrír hlutar búnir á AMÍ búnir og hafa sundmenn okkar staðið sig mjög vel. Ægismenn leiða keppnina og eru þeir 30 stigum á undan okkur í ÍRB. Keppnin hefur sjaldan verið jafn spennandi og í ár og hafa liðin skipst á að hafa forystu alla hlutana. Mörg góð sund hafa litið dagsins ljós. Ólöf Edda setti telpnamet í 100 metra flugsundi á tímanum 1:05.71 og bætti met Soffíu Klemenzdóttur sem einnig er í ÍRB um 10/100.  Mjög margir sundmenn eru að synda á sínu fyrsta AMÍ og hafa þeir staðið sig mjög vel. Spennandi dagur er framundan á morgun þar sem sundmenn okkar í ÍRB ætla að gera sitt besta til að ná forystunni á AMÍ. Hægt er að fylgjast með beinum úrslitum hér og við erum einnig á facebook, Sundráð ÍRB. Áfram ÍRB.