Sprengimót Óðins í sundi
ÍRB
Sprengimót Óðins
21. - 23. september
Kæru sundmenn/ foreldrar !
Fyrsta mót vetrarins er Sprengimót Óðins, sem er nýbreytni hjá okkur. Kostnaður er kr. 12.000- sem greiðist við brottför. Innifalið í því er gisting og morgunverður laugardag og sunnudag, ásamt hádegis og kvöldverði á laugardegi og flugi til og frá Akureyri.
Farið verður frá Sundmiðstöðinni í Keflavík kl. 15:30 á föstudeginum, þar sem sameinast verður í bíla. Flogið er kl. 17:30 frá Reykjavík. Mæting hálftíma áður og farþegar þurfa að hafa skilríki. Flugtími heim er 15.10 og lent 15:55.
Það sem hafa þarf meðferðis er: Nesti á föstudagskvöldið, dýna, svefnpoki eða sæng, koddi og sængurföt. Tannbursti, tannkrem, tvenn eða þrenn handklæði, sundfatnaðinn, þ.e. sundgleraugu, sundhettu, sundbol eða skýlu. Hlý útiföt á sundlaugarbakkann, Flíspeysu, húfu, vettlinga, úlpu og kuldabuxur eða kuldagalla..
Til umhugsunar: Umgegni lýsir innri manni.
Hægt er að ná í þjálfarann í GSM síma. Steindór 863-2123.
Áfram ÍRB !
ATH: Foreldrar þurfa að skutla börnunum til og frá Reykjavík, gott er að fólk skipti með sér verkum í þeim efnum.