Fréttir

Sund | 9. mars 2011

SSÍ gjöld-greiðsluseðlar sendir til sundiðkenda 6 ára og eldri

Þessa dagana er verið að senda út greiðsluseðla vegna SSÍ gjalda á foreldra/forráðamenn allra sundiðkenda ÍRB 6 ára og eldri.  Gjalddagi er 15. mars og eindagi 1. maí. Greitt er samkvæmd gjaldskrá ÍRB sem aðgengileg er hér á síðunni.

SSÍ gjald:  Sundsamband Íslands innheimtir þjónustugjald af öllum sundfélögum á landinu.  Þessi gjöld notar SSÍ til að þjónusta félögin og iðkendur.  Rukkað er grunngjald fyrir alla iðkendur kr. 1000.  Fyrir börn sem farin eru að keppa á löglegum mótum er rukkað kr. 2500 að auki.  Þau sem farin eru að keppa á meistaramótum eins og AMÍ og ÍM greiða að auki kr. 4000 en ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir skráningar á þessi mót.