Fréttir

Sund | 20. nóvember 2006

Steindór Gunnarsson"Afreksþjálfari ársins"

Steindór Gunnarsson var á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands valinn afreksþjálfari ársins 2006 eða líkt og stendur á heimasíðu SSÍ: ,,Afreksþjálfari SSÍ árið 2006 var svo valinn Steindór Gunnarsson aðalþjálfariÍRB, en Steindór er margreyndur bæði sem félagsþjálfari og úr landsliðsverkefnum,,.  Steindór hefur unnið mjög gott starf í þágu sundlífs í Reykjanesbæ og er svo sannarlega vel að þessum titli kominn. Innilegar hamingjuóskir.

Stjórnir og þjálfarar sunddeildanna.