Steindór og Eddi valdir sundþjálfarar ársins 2008
Uppskeruhátíð Sundsambands Íslands árið 2008 var haldin var á Broadway í gærkvöldi. Þar var unglingaþjálfari ársins valinn Eðvarð Þór Eðvarðsson, þjálfari yngri hóps ÍRB, og þjálfari ársins Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB. Þjálfarar ársins eru valdir af sundþjálfurum á Íslandi með hliðsjón af framlagi þeirra til sundíþróttarinnar og áhuga, ásamt uppbyggingu og árangri sundfólks þeirra liða. Þeir Steindór og Eddi eru svo sannarlega vel að þessu komnir, þeir hafa leitt sundstarfið hér í Reykjanesbæ og að mörgu leiti verið leiðandi á landsvísu í mörg ár. Þeir hafa allt það að bera sem prýðir góða þjálfa, þeir starfa af hugsjón og eru kappsamir, en um leið hressir og skemmtilegir og virkilega vel liðnir af sundmönnum og foreldrum. Árangur þessa árs er ótvíræður, sundlið ÍRB er sigursælasta sundlið Íslands árið 2008.
Til hamingju Steindór og Eddi!
Stjórnir sunddeildar Keflavíkur og Njarðvíkur, ÍRB.