Steindór ráðinn Verkefnisstjóri Landsliða SSÍ
Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB, hefur verið ráðinn Verkefnisstjóri Landsliða, en þess má geta að Steindór gengdi um árabil stöðu landsliðsþjálfara Íslands í sundi, þar á meðal á síðustu Ólympíuleikum sem fram fóru í Aþenu.Stjórn SSÍ fór þess á leit við stjórnir sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, ÍRB, að þær gæfu færi á því að Steindór yrði Verkefnisstjóri Landsliða í ca 30% starfi ásamt því að hann héldi áfram sínu góða starfi fyrir ÍRB. Stjórnir ÍRB urðu við þessum tilmælum og niðurstaðan er þessi. Stjórnin óskar Steindóri innilega til hamingju með nýju stöðuna og erum við þess fullviss að þessi ráðstöfun muni verða sundhreyfingunni á Íslandi til góða, enda hefur Steindór margsinnis sýnt fram á hæfileika sína sem öflugur þjálfari og leiðtogi.
Á heimasíðu SSÍ kemur fram að framundan er opin umræða um landsliðsmál og stefnu SSÍ næstu fjögur árin. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir að því borði - það má segja því fleiri því betra - því sundhreyfingunni er nauðsynlegt að setja sér markmið í tíma og vinna að þeim í góðu samstarfi allra sem hagsmuna hafa að gæta í því starfi. Ekki er síður mikilvægt fyrir þá sem fara fyrir hreyfingunni á hverjum tíma að vita hver hugur hreyfingarinnar er.